Pétur Bjarnason

ID: 14085
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Pétur Metúsalem Bjarnason fæddist 19. nóvember, 1849 í S. Múlasýslu.

Pétur M Bjarnason Mynd IPC

Maki: 23. október, 1874 Sigþrúður Þorkelsdóttir f. 31.júlí, 1854. Dáin 25.janúar, 1895.

Börn: 1. Þorkell Scheving f. 27.ágúst, 1875. Fæddist annað hvort á sjóleiðinni vestur eða á landleiðinni til Nýja Íslands. Dáinn 1876. 2. Ólöf Sigríður f. 17.desember, 1877. 3. Lára Axelína f. 15.september, 1879. Dáin 3. apríl, 1894. 4. Þorkell Scheving f. 13. september, 1882. Dáinn 8.ágúst, 1893. 5. Gestur f. 3.júlí, 1892.

Pétur og Sigþrúður fóru vestur árið 1875 og var Einar, bróðir Sigþrúðar þeim samferða. Þau voru í fyrsta hópnum sem kom til Nýja Íslands í október, 1875. Þau tóku land í Breiðuvík í Hnausabyggð og kölluðu það Eyrarbakki. Fluttu þaðan eftir nokkur ár og settust að á landi suður af Cavalier. Árið 1901 flutti Pétur vestur að hafi og fór til Seattle. Hann keypti land árið 1909 í Birch Bay þar sem hann bjó allmörg ár.