ID: 14237
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Gísli Eyjólfsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1853.
Maki: 1881 Þórunn Einarsdóttir f. árið 1851 í N. Múlasýslu.
Börn: 1. Einar Guðjón f. 29. nóvember, 1882 2. Kristjana Sigríður f. 16. apríl, 1885 3. Lukka f. 23. janúar, 1887 4. Eyjólfur f. 16. september, 1889, d. sama ár 5. Halldór f. 14. ágúst, 1892 6. Björn f. 16. mars, 1894, d. 12. desember,1913
Gísli fór vestur til Winnipeg með foreldrum sínum og systkinum árið 1878. Þau fóru til Nýja Íslands en fluttu suður til N. Dakota árið 1880. Gísli nam land í Sandhæðabyggð. Þórunn fór vestur þangað árið 1876 ásamt móður sinni, Jarðþrúði Guðmundsdóttur og bróður sínum, Halldóri.
