Margrét Eyjólfsdóttir

ID: 14239
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1943

Margrét Eyjólfsdóttir fæddist 19. október, 1860 í N. Múlasýslu. Dáin í Seattle 26. ágúst, 1943.

Maki: 1882 Árni Þorkelsson f. 1850 í S. Múlasýslu, d. í maí, 1900 í N. Dakota. Scheving vestra.

Börn: 1. Stefán Þorkell f. 16. september, 1882 2. John f. 1884 3. Einar f. 1886 4. Arthur Sigurjón f. 1888 5. Harry f. 1890 6. Árni f. 16. september, 1900.

Margrét flutti vestur með foreldrum sínum, Eyjólfi Kristjánssyni og Lukku Gísladóttur árið 1878. Þau settust að í Nýja Íslandi en fluttu þaðan 1881 til N. Dakota. Árni flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með móður sinni Ólöfu Einarsdóttur, stjúpföður og systkinum. Þau settust að í Nýja Íslandi en þar var fyrir Einar, bróðir Árna sem fór þangað árið áður. Árni og Einar fluttu suður til N. Dakota árið 1879 og námu land austur af Cavalier í svonefndri Carlislebyggð. Þeir bjuggu þar félagsbúi ásamt fjölskyldum sínum til ársins 1895 en þá seldi Einar sinn hlut. Tveimur árum síðar seldi Árni sína jörð og settist að í Parkbyggð. Þar bjó Margrét áfram eftir að Árni lést.