Sigurður Gunnlaugsson

ID: 14265
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1943

Sigurður Gunnlaugsson fæddist í S. Múlasýslu 1. júlí, 1864. Dáinn í Stillwater í Minnesota 16. desember, 1943. Gunlogson vestra.

Maki: 27. maí, 1896 Kristjana Solveig Sigbjörnsdóttir f. í S. Múlasýslu árið 1876.

Börn 1. Grace Lillian f. 30. apríl, 1897 2. Joan Guðfinna f. 27. júlí, 1898 3. Halldóra Guðný f. 26. október, 1902 4. Christine Steinunn f. 26. ágúst, 1905 5. Friðrik Gunnar f. 5. júní, 1909 6. Frances Sophia f. 3. júlí, 1912.

Sigurður flutti vestur árið 1878 með foreldrum sínum, Gunnlaugi Magnússyni og Guðfinnu Vilhjálmsdóttur. Þau settust að í Swede Prairie hreppi í Yellow Medicine sýslu. Kristjana fór sama ár vestur með sínum foreldrum, Sigbirni Sigurðssyni og Steinunni Magnúsdóttur sem settust að í Westerheim hreppi nærri Minneota í Minnesota. Sigurður og Kristjana bjuggu í Yellow Medicine, fluttu þaðan til Montevideo og seinna Minneapolis.