Runólfur Marteinsson

ID: 14291
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1959

Séra Runólfur Marteinsson Mynd VÍÆ I

Runólfur Marteinsson fæddist í S. Múlasýslu 26. nóvember, 1870. Dáinn í Brandon 10. maí, 1959.

Maki: 30. júní, 1900 Ingunn Sigurgeirsdóttir f. 8. maí, 1873 í S. Þingeyjarsýslu.

Börn 1. Guðrún Aðalbjörg f. 1. júlí, 1901 2. Jón Lárus f. 19. maí, 1903 3. Theodís f. 14. febrúar, 1905 4. Hermann Brandur Thomas f. 7. janúar, 1907.

Runólfur flutti vestur til Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum, Marteini Jónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Hann gekk menntaveginn og lærði guðfræði. Vígður prestur 7. maí, 1899 og þjónaði öllum söfnuðum í Nýja Íslandi um árabil. Þjónaði vestur við Kyrrahaf, bæði í Bresku Kolumbíu og Washington en flutti svo til Winnipeg þar sem þau hjón bjuggu síðan. Ingunn flutti vestur árið 1887 með Halldóri bróður sínum og fjölskyldu hans. Vann um árabil ýmis störf í Winnipeg.