Albert Ólafsson

ID: 14798
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla

Albert Ólafsson var fæddur 9. mars, 1869 í N. Múlasýslu. Albert W. Johnson vestra.

Maki: 9. maí, 1895 Sigríður Jónsdóttir f. 1876 í S. Múlasýslu.

Börn: 1. Elín María f. 21. nóvember, 1895 2. Ólafur Sigfinnur f. 7. nóvember, 1897 3. Kristín Valgerður f. 28. janúar, 1899 4. Karólína Sigurbjörg  f. 9. júní, 1901  5. Guðný (Winnie) Jóhanna f. 13. júní, 1904 6. Albert Björgvin f. 8. október 1906  7. Jón Sigurður f. 23. ágúst, 1908 8. Edward Jón f. 11. nóvember, 1911, d. 1912 9. Kristján f. 1913 10. Paul f.1915

Albert fór vestur til Minnesota með foreldrum sínum, Ólafi Jónssyni og  Elínu Eyjólfsdóttur árið 1878. Þau bjuggu í Lincolnbyggð en laust fyrir 1920 bjuggu Albert og kona hans í Minneota. Þau fluttu vestur á Kyrrahafsströnd og voru þar í tvö ár en fluttu þaðan til Manitoba og settust að í Cypressbyggð. Sigríður fór vestur til Minnesota með foreldrum sínum, Jóni Eyjólfssyni og Maríu Jónsdóttur árið 1883.