Ólöf Níelsdóttir fæddist í S. Múlasýslu árið 1847. Dáin í Árborg árið 1946.
Maki: Páll Jónsson fæddist í S. Múlasýslu 9.janúar, árið 1836, d. 6. maí, 1907 í Saskatchewan.
Börn: 1. Vilborg f. 1865 2. Kristján f. 1866 3. Níels f. 1869 4. Oddný f. 1871 5. Pálína f. 1874 6. Páll lést á fyrsta ári í Nýja Íslandi 7. Albert 8. Björn 9. Kristín Guðbjörg d. 1919. Sonur Páls, Marteinn fór með þeim vestur. Hann var fæddur árið 1860.
Þau fluttu vestur til Nýja Íslands árið 1876 og námu land í Víðirnesbyggð rétt vestur af Gimli og nefndu Nýjabæ. Bjuggu þar í fjögur ár en fluttu síðan til Winnipeg og bjó þar næstu níu árin. Þaðan lá leiðin í Grunnavatnsbyggð þar sem þau bjuggu eitt ár en flutti því næst í Argylebyggð. Flutti þaðan árið 1900 í Vallarbyggð í Saskatchewan.
