Helgi Þorláksson

ID: 15029
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Guðlaug Guðmundsdóttir og Helgi Þorláksson Mynd SÍND

 

Helgi Þorláksson fæddist í S. Múlasýslu 7. apríl, 1855. Thorlakson vestra.

Maki: Guðlaug Guðmundsdóttir f. 24. október, 1857 í S. Múlasýslu.

Börn: 1. Séra B. H. Thorlakson 2. T. H. Thorlakson 3. Þorgrímur 4. Þórunn 5. Jarðþrúður 6. Stefanía 7. Guðrún.

Helgi fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og þaðan í Pembinafjöll í N. Dakota en þangað var þá unnusta hans, Guðlaug Guðmundsdóttir komin. Hún hafði farið vestur þangað árið áður ásamt bróður sínum Guðmundi og móður Jarðþrúði Jónsdóttur. Þar var þá sestur að Stefán Guðmundsson bróðir þeirra og sonur Jarðþrúðar. Helgi nam land í Akrabyggð og bjó þar alla tíð.