Magnús Jónsson fæddist árið 1865 í S. Múlasýslu. Dáinn árið 1902 í Selkirk í Manitoba.
Maki: Ingibjörg Jónsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1873, d. árið 1943 í Vancouver. Ingibjörg Sanders og Eirikson vestra.
Börn: 1. Halldór 2. Solveig 3. Sadie 4. Karl (Charlie) 5. Laugi.
Magnús flutti vestur til Nova Scotia í Kanada árið 1879 með foreldrum sínum, Jóni Eiríkssyni og Guðnýju Magnúsdóttur. Þau voru í Marklandi einhvern tíma en fluttu svo vestur í Selkirk í Manitoba. Ingibjörg flutti vestur með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Rannveigu Guðmundsdóttur, árið 1887, sem settust að í Selkirk. Þar kynntist Ingibjörg Magnúsi og þar hófu þau búskap. Eftir að Magnús féll frá flutti Ingibjörg með börn sín til föður síns í Vatnabyggð í Saskatchewan. Nam þar svo land árið 1908 en flutti ekki á það fyrr en 1912. Seinna flutti hún vestur að hafi til Lauga, sonar síns.
