Guðmundur Sólmundarson

ID: 2609
Fæðingarár : 1879

Guðmundur Sólmundarson Mynd VÍÆ I

Guðmundur Sólmundarson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 3. nóvember, 1879.

Maki: 17. október 1901 Lovísa Pétursdóttir f. 25. desember, 1883 í Winnipeg.

Börn: 1. Guðrún Arin f. 1901 2.Sigur björg Lilja f. 1904 3. Ingrid Louise f, 1908 4. Sólmundur f. 1910 5. Sigurður Pétur f. 1912 6. Jóhanna Fjóla f. 1914 7. Joseph Theodore f. 1916 8. Benedikt Vigfús f. 1919 9. Marvin Sveinn f. 1921.

Foreldrar Guðmundar, Sólmundur Símonarson og Guðrún Aradóttir fluttu vestur árið 1885 og fór Guðmundur með þeim. Þau bjuggu fyrst í Mikley í Nýja Íslandi en eftir tvö ár fóru þau til Gimli. Guðmundur gerðist fiskimaður og skipstjóri á fiskiskipi við fiskveiðar og vöruflutninga á Winnipegvatni í 32 ár.  Lovísa var dóttir Péturs Guðlaugssonar Buch og Sigurbjargar Bjarnadóttur sem vestur fluttu 1876.