Kristján Jónsson

ID: 15388
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890
Fæðingarstaður : Argylebyggð
Dánarár : 1963

Dr. Kristján Jónsson Austmann Mynd VÍÆ II

Kristján Jónsson fæddist í Argylebyggð í Manitoba 25. september, 1890. Dáinn í Toronto 7. október, 1963. Dr. Kristjan Jonsson Austmann vestra.

Maki: 1916 Ólöf Guðbjörg Þorsteinsdóttir f. í Selkirk í Manitoba 24. desember, 1888.

Börn: 1. Kristján Þóroddur f. 17. febrúar, 1917 2. Þóra Clara f. 23. apríl, 1922, tvíburi 3. Raquel Lára f. 23. apríl, 1922.

Kristján var sonur Jóns Ólafssonar skálds og ritstjóra og Þóru Þorvarðardóttur. Þóra giftist Jóni Jónssyni Austmann árið 1891 og gekk hann Kristjáni í föðurstað. Kristján nam læknisfræði og stundaði víða lækningar.  Ólöf var dóttir Þorsteins Oddssonar frá Langanesi og Rakelar Sigfúsdóttur sem vestur fluttu árið 1888.

 

 

Atvinna :