ID: 2642
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1956

Sigurður Júlíus Jóhannesson og Halldóra Þorbergsdóttir Fjelsted
Sigurður Júlíus Jóhannesson fæddist í Árnessýslu 19. janúar, 1868. Dáinn í Winnipeg 12. maí, 1956.
Maki: Halldóra Þorbergsdóttir Fjelsted
Börn: 1. Svanhvít Guðbjörg 2. Málfríður Sigríður.
Sigurður flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1899 og mun hafa farið til Chicago og lesið þar guðfræði einn vetur. Hann flutti þaðan aftur til Winnipeg og vann við blaðamennsku og útgáfu en sneri sér að læknisfræði og lauk prófi frá háskóla í Chicago árið 1907. Vann við lækningar í Mozart og Wynyard í Saskatchewan og einnig Lundar í Manitoba. Varð ritstjóri Lögbergs árið 1914.
