
Gunnlaugur G Valdimarsson Mynd VÍÆ II
Gunnlaugur Gústaf Valdimarsson fæddist 14. maí, 1899 í Pembina, N. Dakota. Tók föðurnafn föður síns vestra.
Maki: 7. október, 1932 Dagmar Margrét Aðalheiður Stefánsdóttir f. 15. desember, 1906.
Börn: 1. Gustaf Arlon f. 19. október, 1934 2. Donald Emil f. 6. desember, 1936 í Regina 3. Eunice f. 28. ágúst, 1938 í Saskatchewan.
Gunnlaugur var sonur Valdimars Gíslasonar og Guðríðar Teitsdóttur. Foreldrar Dagmar voru Stefán Nikulásson og Una Hálfdánardóttir. Gunnlaugur óx úr grasi í N. Dakota en flutti með foreldrum sínum í Vatnabyggðir í Saskatchewan um 1920. Dagmar fór vestur árið 1913 með foreldrum sínum og bjó hjá þeim í Minnesota til ársins 1918. Þá flutti fjölskyldan í Vatnabyggðir. Gunnlaugur var bóndi í Vatnabyggðum og stundaði að auki trésmíðar. Árið 1941 flutti Gunnlaugur til Vancouver og bjó þar til æviloka.
