
Jón Jónsson Mynd FVTV

Ingibjörg Sigríður Jónsdóttir Mynd FVTV
Jón Jónsson fæddist 31. júlí,1834 í Vestmannaeyjum. Dáinn 15.júlí, 1913.
Maki 1. Anna Guðlaugsdóttir f. 30.september, 1835. Dáin 1915 2. Ingibjörg Sigríður Jónsdóttir f. 18.janúar, 1850 í Skagafjarðarsýslu. Dáin 31.janúar, 1941. Var Imba Johnson í Utah.
Börn: með Önnu 1. Alma 2. Jóna 3. Sarah Anna 4. Parley Pratt 5. Ellen Guðrún 6. Orson Telee 7. Louise Vigdís. Með Ingibjörgu 1. Annie Margrét f. 1878 2. Annie 3. Jóhanna 4. Mary 5. Loftur.
Jón fór frá Íslandi 7. júní,1857 og sigldi til Englands. Þaðan fór hann til Philadelphia, St. Louis, Burlington í Iowa og loks til Fairfield í Iowa. Þar var hann í hálft annað ár. Kom til Utah 19. ágúst, 1859 og settist að í Spanish Fork. Bjó þar nokkur ár. Gekk í herinn og 1863 flutti hann til North Bend sem nú heitir Richfield í Utah. Þegar stríðinu (Black Hawk War) lauk flutti hann aftur til Spanish Fork.
