Halldór Hannesson

ID: 2664
Fæðingarár : 1898

Halldór Hannesson fæddist í Gullbringusýslu árið 1898.

Barn.

Halldór var sonur Hannesar Erlendssonar og Jóhönnu Magnúsdóttur, sem vestur fluttu árið 1900 til Manitoba. Í ritinu ,,A Tribute to Soldiers and Pioneers of the Langruth District“ segir að þau hafi komið í byggðina sama ár með Halldóru, dóttur sína. Hvergi er Halldórs getið í ritinu og ekki heldur í Almanakinu 1927 bls. 39 þar sem fjölskyldunnar er getið í þætti Halldórs Daníelssonar. Að öllum líkindum hefur Halldór dáið á leiðinni, annað hvort yfir Atlantshafið eða frá Ontario til Manitoba.