Katrín Jónsdóttir fæddist í Dalasýslu 4. apríl, 1865. Dáin í Blaine í Washington 17. janúar, 1944.
Maki: 1) Erlendur Árnason f. í Borgarfjarðarsýslu 11. ágúst, 1844, d. 12. september, 1918. Þau slitu samvistir. 2) Leonard Wilde.
Börn: 1. Soffía Guðmundsdóttir f. eftir 1890 í Winnipeg. Faðir hennar var Guðmundur Ögmundsson úr Húnavatnssýslu. Með Erlendi: 1. Katrín 2. Elín 3. Olga 4. Cornelía 5. Jón.
Katrín flutti vestur til Kanada um 1890 og settist að í Winnipeg. Þar skrifast hún á við Erlend og ákvað að fara til hans í Utah. Þau bjuggu í Spanish Fork. Um 1918 bilaði heilsa Katrínar og voru börn hennar tekin í fóstur af vinum og vandamönnum. Sjálf flutti Katrín til dóttur sinnar og nöfnu sem þá bjó í Salt Lake City. Þaðan fór hún svo vestur að Kyrrahafi.
