
Sigríður Magnúsdóttir Mynd Well Connected
Sigríður Magnúsdóttir fæddist í Garðar í N. Dakota 10. febrúar, 1889.
Maki: 30. júní, 1910 Jón Arngrímsson fæddist í Duluth í Minnesota 31. júlí, 1883, d. í Mozart í Saskatchewan 2. september, 1946.
Börn: 1. Jón Magnús f. 25. ágúst, 1911 2. Björn Stefán f. 28. júlí, 1915 3. Valgerður Þorbjörg f. 10. júní, 1917 4. Karl Allan f. 13. febrúar, 1920 5. Norman Sigurður f. 29. nóvember, 1926.
Faðir Sigríðar, Magnús Magnússon fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með móður sinni, Elínu Magnúsdóttur og stjúpföður, Ólafi Jónassyni. Þau settust að í Nýjas Íslandi og fóru þaðan suður í Garðarbyggð árið 1881. Móðir Sigríðar var Valgerður Kristjánsdóttir úr Skagafirði. Foreldrar Jóns, Arngrímur Arngrímsson og Þorbjörg Magnúsdóttir fluttu vestur til Duluth í Minnesota árið 1882 og þaðan í Garðarbyggð í N. Dakota 1885. Faðir Sigríðar, Magnús Magnússon fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með móður sinni, Elínu Magnúsdóttur og stjúpföður, Ólafi Jónassyni. Þau settust að í Nýja Íslandi og fóru þaðan suður í Garðarbyggð árið 1881. Jón flutti í Vatnabyggð árið 1905 og bjó þar alla tíð. Sigríður lagði sitt af mörkum til samfélagsins í byggðinni við Mozart, hún starfaði í kvenfélaginu Viljanum í 46 ár.
