Guðmundur O Þorsteinsson

ID: 2737
Fæðingarár : 1901

Guðmundur Ottó Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 1. október, 1901.

Maki: 1928 Georgina Mildred Thompson.

Börn: 1. Henriette 2. „Maurice“ Arthur 3. „Joan“ Agnes 4. Norman „Paul“.

Guðmundur var sonur Þorsteins Guðmundssonar og Þórunnar Ólafsdóttur, sem vestur fluttu eftir 1910. Guðmundur var tíu ára gamall þegar hann fór vestur. Hann lauk grunnskólamenntun í Riverton árið 1916, fékk vinnu við fiskveiðar á Winnipegvatni og seinna bústörf í Wynyard í Saskatchewan. Hann stundaði nám í Success Business College í Winnipeg og starfaði síðan í banka. Foreldrar Georgina voru Hannes Þórðarson (Henry Thompson) og Guðný Brynjólfsdóttir.