
Þórhallur M Blöndal Mynd VÍÆ I
Þórhallur Magnússon fæddist í Vatnsdal í Húnavatnssýslu 14. janúar, 1882. Þórhallur (Thor) M Blöndal vestra.
Maki: 1919 Helga Sigurjónsdóttir f. í Eyfordbyggð í N. Dakota 26. ágúst, 1900, d. 30. september, 1948.
Börn: 1. Margrét f. 14. mars, 1922.
Þórhallur lauk prófi frá búnaðarskólanum á Eiðum árið 1902. Fór sama ár til Noregs og þaðan til Danmerkur. Stundaði þar nám í lýðháskóla í tvö ár, fór svo til Englands en flutti til Vesturheims árið 1904. Hann hafði lært hárskurð og þegar hann kom til Winnipeg vann hann á rakarastofu. Hann gekk í herinn árið 1914 og var undirforingi í heimstyrjöldinni til ársins 1919. Hann flutti til San Francisco árið 1923 þar sem hann starfaði líka sem rakari. Var um skeið í herþjónustu Banda-ríkjanna bæði á Philippseyjum og Hawai. Helga var dóttir Sigurjóns Gestssonar og Arnþóru Jóhannesdóttur er vestur fluttu árið 1883 og bjuggu í Eyfordsbyggð í N. Dakota.
