
Guttormur J Guttormsson Mynd VÍÆ I
Guttormur Jónsson Guttormsson fæddist í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 21. nóvember, 1878. Dáinn í Manitoba árið 1966. Guttormur J. Guttormsson vestra.
Maki: 14. apríl, 1904 Jensína Júlía Daníelsdóttir f. í Snæfellsnessýslu 13. júlí, 1884, d. í Winnipeg 13. janúar, 1962.
Börn: 1. Arnheiður f. 22. desember, 1904, d. 15. maí, 1962 2. Pálína Kristjana f. 29. desember, 1909 3. Bergljót f. 13. janúar, 1913 4. Hulda Margrét f. 26. janúar, 1916 5. Gilbert Konráð f. 26. september, 1920.
Guttormur ólst upp á Víðvöllum í Fljótsbyggð, missti móður sína átta ára gamall og föður sinn átján ára. Hann gekk í skóla í byggðinni, vann í Winnipeg hjá CPR járnbrautafyrirtækinu en keypti svo jörð föður síns í Fljótsbyggð árið 1911 og bjó þar alla tíð. Snemma fór hann að skrifa og yrkja. Sjá Íslensk arfleifð að neðan.
