Guðrún Björnsdóttir

ID: 16785
Fæðingarár : 1883
Dánarár : 1970

Ólafur Hallsson Mynd VÍÆ I

Guðrún Björnsdóttir Mynd VÍÆ I

Guðrún Björnsdóttir fæddist í S. Múlasýslu. 25. maí, 1883. Dáin í Eriksdale í Manitoba árið 1970.

Maki: 22. febrúar, 1908 í Reykjavík Ólafur Hallsson f. 1. október, 1885 í Seyðisfirði í N. Múlasýslu, d. í Eriksdale í Manitoba árið 1974.

Börn: 1. Hallur f. 14. mars, 1908 í Reykjavík 2. Ingibjörg f. 13. september, 1909 í Reykjavík 3. Kristjana f. 31. október, 1910 í Oak Point 4. Gyða f. í Eriksdale 12. september, 1913.

Ólafur fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Halli Ólafssyni og Guðrúnu Kristjönu Björnsdóttur árið 1903. Hann sneri aftur til Íslands árið 1907 og vann við verslunarstörf í Reykjavík. Fór vestur um haf með konu og tvö börn árið 191o og opnaði verslun í Eriksdale í Manitoba sama ár og rak hana til ársins 1953. Hann byggði fyrsta íbúðarhúsið þar sem varð til þorpið Eriksdale.  Lét mikið að sér kveða í samfélagsmálum, sat í skólanefnd, sóknarnefnd og var í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í sjö ár. Samdi mörg sönglög og skrifaði greinar í vesturíslensk blöð og tímarit.