Páll Hallgrímsson fæddist í Húnavatnssýslu 21. júní, 1897. Paul Hallson vestra.
Maki: 14. desember, 1922 María Emilía Jónsdóttir f. 8. september, 1901, d. í North Battleford í Saskatchewan 3. október, 1936.
Börn: 1. Kenneth Hallgrímur f. 28. júlí, 1923 2. Linda Pauline f. 15. október, 1931 3. Norman Paul f. 26. maí, 1933.
Páll fór vestur um haf árið 1913 og settist að í Winnipeg. Vann fyrst hjá söðlasmið en sneri sér svo að húsasmíði. Áhugi hans á verslun leiddi til ársvinnu hjá Eaton´s (1917-1918), þá réði hann sig til Safeway verslunarkeðjunnar og vann þar í 14 ár. Opnaði eigin verslun og rak í 20 ár. Átti Toronto Grocery & Meats á 714 Ellice Ave. Tók þátt í félagsstarfsemi landa sinna í borginni var ritari Helga magra félagsins svo og þjóðræknisdeildarinnar Frón í Winnipeg. María lauk grunn- og verslunarskóla námi í Reykjavík áður en hún giftist.
