Guðrún S Pálsdóttir

ID: 16816
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Dánarár : 1976

Guðrún Sigríður Pálsdóttir fæddist í Riverton árið 1887. Dáin í Manitoba 1976

Maki: 1. ágúst, 1911 Sigurður Indriðason f. í Húnavatnssýslu 14. júlí, 1863, d. í Selkirk, Manitoba 25. nóvember, 1949.

Börn:  Wilhelm f. 21. september, 1914 2. Sigríður Pálína f. 11. september, 1913 3. Lárus Þorgrímur f. 2. október, 1919 4. Raymond Sigurjón f. 31. ágúst, 1922.

Foreldrar Guðrúnar, Páll Jónsson og Sigríður Lárusdóttir fluttu til Vesturheims árið 1883 og bjuggu í Geysisbyggð.      Sigurður flutti ungur til Bandaríkjanna og stundaði sjómennsku frá Boston í 10 ár. Sneri þá aftur til Íslands.  Árið 1904 fluttu Sigurður og fyrri kona hans, Þuríður Sigfúsdóttir til Manitoba og settust að í Selkirk. Þar vann Sigurður á geðveikrahæli.