
Halldóra L Goodman Mynd VÍÆ I
Halldóra Sigrún Lárusdóttir fæddist í Minnesota 26. apríl, 1899. Goodman vestra..
Maki: 8. júní, 1921 Steindór Jakobsson f. í S. Þingeyjarsýslu 29. júlí, 1893.
Börn: 1. Steindór Júlíus f. 29. júlí, 1927 2. Lárus Brian f. 4. júlí, 1933.
Halldóra var dóttir Lárusar Guðmundssonar (Goodman) og Ingibjargar Guðmundsdóttur, sem vestur fluttu árið 1887. Steindór fór til Akureyrar barnungur og gekk þar í skóla. Ungur fékk hann vinnu við verslun og reyndist sú reynsla gott veganesti þegar habb, árið 1913, flutti til Winnipeg. Vann til að byrja með við húsamálun á sumrin og fiskveiðar á veturna. Fékk vinnu í matvöruverslun Jóhanns Thorgeirson og eftir tvö ár keypti hann verslunina í félagi við Jakob Kristjánsson. Árið 1926 keypti hann hlut Jakobs og rak einn verslunina til ársins 1955. Hann tók mikinn þátt í felagsstarfi landa sinna í borginni, var í stjórn Þjóðræknisfélagsins og Íslendingadagsins. Lék í ýmsum sjónleikum landa sinna í borginni.
