
Valdimar Jóhannesson Mynd VÍÆ1
Valdimar Jóhannesson: Fæddur 23. júní, 1881 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn í Nýja Íslandi 3. janúar, 1954.
Maki: 12. júní, 1909 Kristveig Metúsalemsdóttir fædd í Pembina í N. Dakota 14. apríl, 1885.
Börn: 1. Dagmar f. 7. janúar, 1910 2. Ragna Ingibjörg f. 27. janúar, 1911 3. Victor Jóhannes f. 25. febrúar, 1913 4. Valdimar f. 26. júní, 1917 5. Þorberg f. 26. mars, 1920
Valdimar stundaði sjómennsku á Íslandi og fór í sjómannaskólann í Reykjavík. Hélt námi áfram í Danmörku og fékk skipstjórnarréttindi á Akureyri 1904. Sigldi vestur um haf og kom til San Francisco eftir mikla hrakninga árið 1907. Fór þaðan til Nýja Íslands og keypti land í Víðirbyggð. Kristveig flutti í Árdalsbyggð með foreldrum sínum, Metúsalem Jónssyni og Ásu Ingibjörgu Einarsdóttur árið 1900. Vann verslunarstörf og við kennslu í Hnausum.
