
Guðmundur F. Jónasson Mynd VÍÆ 1
Guðmundur Finnbogi Jónasson fæddist að Vogum í Manitoba 19. október, 1895. Dáinn í Winnipeg 14. júlí, 1977.
Maki: 19. júní, 1922 Kristín Friðrikka Guðjónsdóttir f. 20. ágúst, 1897 í Selkirk, d. í Winnipeg 4. apríl, 1982.
Börn: 1. Sylvía Guðrún f. 25. apríl, 1922 2. Salina 3. Louise Kristín.
Guðmundur var sonur Jónasar Kristján Jónassonar landnema í Siglunesbyggð við norðanvert Manitobavatn sem vestur fór árið 1883 en foreldrar Kristínar voru Guðjón Jónsson og Salína Sigurborg Kristjánsdóttir sem fluttu vestur árið 1892. Guðmundur nam við Success Business College í Winnipeg 1910-1912, gengdi herþjónustu 1918-1919 settist svo að í Winnipegosis árið 1920 og var með verslunarrekstur til ársins 1928. Flutti til Winnipeg þar sem hann var forstjóri ýmissa fyrirtækja og félagasamtaka tengdum fiskveiðum og útflutningi um árabil.
