Hólmfríður Jósefsdóttir

ID: 16942
Fæðingarár : 1892
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Hólmfríður og Unnur Anna Mynd DM

Friðrik Kristjánsson Dm

Hólmfríður Jósefsdóttir fæddist 6. október, 1892 í Dalasýslu.

Maki: 10. september, 1914 Friðrik Kristjánsson f. 23. júní, 1884 í Eyjafjarðarsýslu, d. í Winnipeg 23. febrúar, 1954.

Börn: 1. Palmey Unnur f. 4. ágúst, 1915 2. Ásgerður Jósefína (Ása) f. 5. maí, 1918 3. Unnur f. 29. desember, 1919, d. 5. febrúar, 1922 4. Aðalsteinn f. 22. ágúst, 1923 5. Guðbjörg (Bertha) f. 16. janúar, 1926 6. Unnur Anna f. 23. september, 1936.

Hólmfríður Jósefsdóttir f. 6. október, 1892 í Dalasýslu. Hún flutti vestur árið 1911. Friðrik flutti vestur til Winnipeg árið 1906 og í félagi við Aðalstein bróður sinn, sem vestur fór nokkru áður, réðst hann í miklar byggingaframkvæmdir í borginni. Bræðurnir unnu saman í allmörg ár.