Gunnar J Guðmundsson

ID: 17466
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1959

Gunnar Júlíus Guðmundsson Mynd VÍÆ II

Kristín Þórðardóttir Mynd VÍÆ II

Gunnar Júlíus Guðmundsson var fæddur í Gullbringusýslu 3. júlí, 1875. Dáinn í Vancouver 31. ágúst, 1959.

Maki: 23. apríl, 1906 Kristín Þórðardóttir f. í Garðar í N. Dakota 25. október, 1884. Hún var dóttir Þórðar Gunnarssonar og Auðar Grímsdóttur.

Börn: 1. Sigríður Guðmundína f. 3. Febrúar, 1907, d. 5. September, 1907 2. Haraldur Júlíus f. 9. Júní, 1910, d. 2. Apríl, 1937 í Wynyard, Saskatchewan.

Gunnar fór einn vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1900 og fór fljótlega til Winnipegosis. Flutti þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1910 og hóf búskap í Wynyard byggð.  Þau bjuggu þar til ársins 1939 og í Winnipeg frá 1939 til ársins 1943 en þá fluttu þau vestur að Kyrrahafi og bjuggu í Vancouver.