Andrea Tryggvadóttir

ID: 17488
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1966

Andrea Tryggvadóttir fæddist 30. maí, 1891 í Akra í N. Dakota. Dáin 5. febrúar, 1966 í Manitoba

Maki: 18. júlí, 1914 Edward Lárus Eiríksson f. í Minneota, Minnesota 26. apríl, 1886, d. 28. nóvember, 1964. Skrifaður Johnson vestra

Börn: Sigrún Jóhanna 2. Kristine 3. Edward Lionel. Ólu upp George Bessason.

Andrea var dóttir Jónasar Tryggva Ingjaldssonar og Hólmfríðar Andrésardóttur sem settust að í N. Dakota árið 1886. Andrea ólst upp í Akrabyggð í en lauk framhaldsmenntun í Winnipeg. Edward var sonur Eiríks Jónssonar og Vilborgar Stefánsdóttur sem vestur fluttu árið 1878. Þau bjuggu í Minneota í Minnesota, fluttu þaðan til Duluth fáeinum árum fyrir aldamót og þaðan í Akrabyggð í N. Dakota. Námu land í Manitoba árið 1901 og bjuggu í Árdals- og Framnesbyggð.