
Ólafur Hallvarðsson myndin tekin á Íslandi árið 1907 Mynd MoO

Þórhildur Hallvarðsdóttir árið 1929 á Prince Rupert Hospital. Mynd MoO

Svanhvít árið 1930 við heimili sitt í Vancouver Mynd MoO
Hallvarður Ólafsson fæddist í Rangárvallasýslu 27. mars, 1872. Dáinn 29. maí, 1914.
Maki: 8. maí, 1903 Gróa Sigríður Þorsteinsdóttir f. 17. apríl, 1875 í V. Skaftafellssýslu. Dáin 30. desember, 1914.
Börn: 1. Ólafur f. 13. febrúar, 1904, d. 8. mars, 1993. Bjó í Prince Rupert í Bresku Kolumbíu í Kanada. 2. Þórhildur f. 4. febrúar, 1907 3. Svanhvít f. 30. maí, 1908, d. 26. október, 2000. Bjó í Vancouver.
Hallvarður fór vestur til Winnipeg í Kanada árið 1909 en Gróa fór þangað árð 1911 með börnin. Þau voru ár í Manitoba en fluttu þá vestur á Queen Charlotte eyjar í Kyrrahafi.
