Pétur K Pétursson

ID: 18423
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1885
Dánarár : 1959

Pétur Kristján Pétursson Mynd VÍÆ III

Pétur Kristján Pétursson fæddist í Mikley í Manitoba 9. apríl, 1885. Dáinn í Winnipeg 27. ágúst, 1959. Bjarnason vestra.

Maki: Kristín Jóhanna Pétursdóttir f. 13. mars, 1891.

Börn: Upplýsingar vantar

Pétur var sonur Péturs Bjarnasonar og Hólmfríðar Jósefsdóttur í Árdalsbyggð í Manitoba. Kristín var dóttir Péturs S Guðmundssonar og Guðrúnar Benjamínsdóttur í Árdalsbyggð. Ungur flutti Pétur með föður sínum í Grunnavatnsbyggð og þar réðst hann, með öðrum ungum manni, í það stórvirki að kaupa fyrstu dráttavélina til byggðarinnar. Þeir unnu saman eftir það í nokkur ár að plægja akra bændanna. Seinna flutti hann í Árborg í Nýja Íslandi, bjó þar lengi en síðustu árin var hann í Winnipeg.