ID: 18436
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Dánarár : 1948

Einvarður Breckman Mynd VÍÆ III
Einvarður Breckman fæddist í Lundar 9. febrúar, 1889. Dáinn 4. júlí, 1948.
Maki: 8. júní, 1913 Halldóra Ingibjörg Jónsdóttir f. í New Jersey 27. nóvember, 1893.
Börn: 1. John Edward f. 17. apríl, 1914, d. 11. september, 1922. 2. Dóra Geraldine f. 21. september, 1915 3. Gordon Douglas f. 10. júlí, 1921 4. Jón Edward f. 13. nóvember, 1923.
Einvarður var sonur Þórarins Guðlaugssonar og Halldóru Þorbjörgu Einvarðsdóttur í Lundar. Hann lauk grunnskólanámi þar, fór í verslunarnám í Winnipeg og að því loknu fór hann til baka og opnaði bílasölu og vélaverkstæði í Lundar. Var í hernum árin 1916-1919.
