Þórður Sigurðsson

ID: 3316
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1950

Þórður Sigurðsson Mynd WtW

Guðbjörg Sigurjónsdóttir Mynd WtW

Þórður Sigurðsson fæddist í Mýrasýslu 6. júlí, 1880. Dáinn í Lundarbyggð 5. apríl, 1950.

Maki: 8. maí, 1906 Guðbjörg Sigurjónsdóttir f. 24. október, 1887 í Snæfellsnessýslu, d. í Lundarbyggð 21. október, 1976.

Börn: 1. Ragnheiður f. 27. júní, 1908 2. Grímólfur (Grímur) Jóhann f. 24. júní, 1909 3. Sigurður (Sam) f. 20. desember, 1911 4. Steinunn (Steina) f. 6. febrúar, 1914 5. Sigurjón Baldur f. 8. nóvember, 1919, d. 10. október, 1980.

Þórður fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900 en Guðbjörg hafði farið með Grímólfi Ólafssyni og fjölskyldu árið 1892.  Þau settust að í Mikley og þar ólst Guðbjörg upp. Flutti til Winnipeg og þaðan 18 ára í Lundarbyggð. Þórður nam land í byggðinni þar sem þau bjuggu  til ársins 1913 en þá fluttu þau til Lundar.