Guðmundur Þ Fjeldsted

ID: 3484
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : N.Þingeyjarsýsla

Guðmundur Þ Fjeldsted fæddist 1. nóvember, 1872.

Maki: 1901 Jakobína Einarsdóttir f. í N. Þingeyjarsýslu árið 1875.

Börn: 1. Sigtryggur 2. Andrés, 3. Helga Guðbjörg 4. Friðrik 5. Bergur Emil 6. Guðrún Lovísa 7. Ásgeir.

Guðmundur fór 14 ára vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886. Foreldrar hans, Þorbergur Fjeldsted og Helga Guðmundsdóttir fóru vestur þangað ári síðar. Þau bjggu í Mikley og þar bjó Guðmundur fáein ár. Flutti árið 1890 til Winnipeg þar sem hann bjó í átta ár. Árið 1898 fór hann aftur til Nýja Íslands, bjó á Gimli en keypti svo Ölduland í Víðirnesbyggð árið 1902.