Jensína Daníelsdóttir

ID: 3582
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1962

Jensína Júlía Daníelsdóttir Mynd VÍÆ I

Jensína Júlía Daníelsdóttir fæddist í Snæfellsnessýslu 13. júlí, 1884. Dáin í Winnipeg 13. janúar, 1962.

Maki: 14. apríl, 1904 Guttormur Jónsson Guttormsson f. í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 21. nóvember, 1878, d. í Manitoba árið 1966. Guttormur J. Guttormsson vestra.

Börn: 1. Arnheiður f. 22. desember, 1904, d. 15. maí, 1962 2. Pálína Kristjana f. 29. desember, 1909 3. Bergljót f. 13. janúar, 1913 4. Hulda Margrét f. 26. janúar, 1916 5. Gilbert Konráð f. 26. september, 1920.

Jensína flutti vestur árið 1894 með foreldrum sínum, Daníel Sigurðssyni og Kristjönu Jörundsdóttur. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð í Manitoba. Guttormur ólst upp á Víðvöllum í Fljótsbyggð, missti móður sína átta ára gamall og föður sinn átján ára. Hann gekk í skóla í byggðinni, vann í Winnipeg hjá CPR járnbrautafyrirtækinu en keypti svo jörð föður síns í Fljótsbyggð árið 1911 og bjó þar alla tíð. Snemma fór hann að skrifa og yrkja.