
Valgerður Hallgrímsdóttir og Jóhann Stefánsson Mynd RbQ
Valgerður Hallgrímsdóttir fæddist árið 1882 í Árnessýslu. Dáin í Selkirk árið 1950.
Maki: Jóhann Gunnlaugur Stefánsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1871, d. í Selkirk, 1947.
Barnlaus en ólu upp tvö fósturbörn.
Valgerður flutti með foreldrum sínum, Hallgrími Guðmundssyni og Þóreyju Ingimundardóttur, til Bandaríkjanna árið 1888 og komu fyrst til New York. Þaðan fór fjölskyldan til Duluth og þar fæddist systir hennar, Jónína 23. ágúst, 1891. Þau fluttu til Selkirk í Manitoba árið 1893 og bjuggu þar. Jóhann fór vestur árið 1883 til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Stefáni Jónssyni og Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Þau settust að í Ísafoldarbyggð í Nýja Íslandi. Jóhann vann í 13 ár við fiskveiðar, ýmist á Winnipegvatni eða norður í Winnipegosis. Hann keypti land nærri Selkirk og flutti á það árið 1901. Þaðan lá leiðin í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907 en landið nam hann árið 1905.