Stefán Sveinbjarnarson

ID: 3841
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1940

Stefán Sveinbjarnarson (Sveinbjörnsson í ýmsum heimildum vestra) fæddist 10. maí, 1861 í Snæfellsnessýslu. Swanson vestra. Dáinn 12. desember, 1940 í Selkirk.

Maki: Sigríður Bjarnadóttir (Sarah Peterson) f. 27. apríl, 1870 í Eyjafjarðarsýslu, d. í Selkirk árið 1953.

Börn: 1. Jónína f. 28. júlí, 1891 í Fljótsbyggð 2. Fjóla 3. Victor 4. Ruth Sigurlaug 5. Faith 6. Alexander Grant.

Stefán flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1882 og fór strax til N. Dakota. Hann var þar stutt því hann fór norður til Manitoba og er skráður í Fljótsbyggð í Nýja Ísland árið 1886 þegar hann tekur borgararétt.  Sigríður fór vestur um haf árið 1888 og var fyrst í Winnipeg einhvern tíma. Þaðan lá leið hennar í Fljótsbyggð því þar voru skyldmenni og þar lágu leiðir hennar og Stefáns saman. Stefán hafði numið land þar í byggð 1886 en vann í sögunarmyllu austan við Winnipegvatn og þar í Bad Throat River byggðinni bjuggu þau einhvern tíma. Þau eru hins vegar komin í Fljótsbyggðina árið 1891 þar sem þau eignuðust fyrsta barn sitt. Þau fluttu í Selkirk árið 1899 eftir stutta dvöl í Winnipeg.