
Guðmundur Finnbogason Mynd VÍÆ IV
Guðmundur Finnsson fæddist í Snæfellsnessýslu 27. nóvember, 1853. Dáinn í Selkirk 21. maí, 1922.
Maki: Ingibjörg Ófeigsdóttir f. 27. október, 1856, d. 22. desember, 1934.
Börn: 1. Kristinn f. 4. febrúar, 1882, d. 16. ágúst, 1969 2. Felix f. 21. febrúar, 1885, d. 21. febrúar, 1921 3. Gustave f. 26. október, 1887, d. 21. mars, 1888 4. Gustave Adolph f. 11. september, 1892 5. Finnur Ófeigur f. 5. desember, 1894, d. 20. október, 1953 6. Guðmundur Wilfred f. 4. maí, 1898.
Guðmundur flutti vestur árið 1876 og settist að í Mikley í Nýja Íslandi. Fékk þar vinnu í sögunarmyllu við vélaeftirlit. Hann kunni sitt fag því 1879 fékk hann svipaða vinnu í sögunarmyllu í Fljótsbyggð. Hann ákvað síðan að hefja búskap í Ísafoldarbyggð árið 1887 en það átti ekki við hann. Fékk hann vinnu á gufuskipum á Winnipegvatni næstu árin en 1891 fluttu þau til Selkirk þar sem Guðmundur vann í sögunarmyllu.
