Guðmundur Guðnason

ID: 3955
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1935

Guðmundur Guðnason fæddist 4. nóvember, 1876 í Dalasýslu. Dáinn í Manitoba 18. ágúst, 1935. Guðmundur G Backman vestra.

Maki: Kristjana Jóhannsdóttir f. 1863, d. 13. febrúar, 1950. Húna var alsystir Önnu, eiginkonu Skafta Arasonar landnámsmanns í Nýja Íslandi og Argylebyggð.

Börn: Anna Guðrún

Guðmundur fór vestur árið 1893 til Winnipeg í Manitoba og fékk vinnu hjá bónda fyrstu þrjú árin. Keypti land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1903 og flutti á það árið 1906 en land þetta var í Mozartbyggð. Hann seldi það 1910, flutti í Argylebyggð á land sem hann keypti þar og bjó á því til ársins 1919 en þá flutti hann til Glenboro.