Rósa Ólafsdóttir

ID: 3966
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1915

Rósa Ólafsdóttir fæddist 17. desember, 1850 í Dalasýslu. Dáin í Tantallon í Saskatchewan 20. mars, 1915.

Maki: 1885 Þórður Þórðarson f. 1830 í Vopnafirði, N. Múlasýslu, d. 18. maí, 1904.

Börn: 1. Lára Sesselja.

Rósa flutti vestur árið 1883 og settist að í Winnipeg. Hún flutti með Þórði í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1886 og bjó hún þar til ársins 1906. Þá flutti hún í Vatnabyggð með dóttur sinni og tengdasyni sem settust að nærri Elfros. Þaðn fór svo Rósa með þeim til Tantallon árið 1914.