Jósef Guðmundsson

ID: 3993
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Jósef Guðmundsson fæddist í Dalasýslu 9. febrúar, 1855.

Ókvæntur og barnlaus.

Hann fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 með móður sinni og systkinum og var fyrsta árið í Kinmount. Þaðan lá leið hans til Nýja Íslands og N. Dakota. Þar nam hann lönd ásamt Jónasi bróður sínum en báðir fluttu þaðan til Winnipeg eftir stutta dvöl.