Lárus Björnsson

ID: 4000
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1932

Lárús Björnsson og Sigríður Eyvindardóttur Mynd SÍND

Lárus Frímann Björnsson fæddist 26. september, 1841 í Dalasýslu. Dáinn í N. Dakota 22. júlí, 1932. Notuðu Freeman vestra og börn þeirra öll.

Maki: Sigríður Eyvindardóttir f. 1837 í Dalasýslu, d. í N. Dakota 14. júlí, 1914.

Börn: 1. Lárus Sigurður f. 31. mars, 1873 d. 23. júní, 1954 2. Gísli. Börn Sigríðar 1. Björg Stefánsdóttir f. 1855 2. Jón Jónsson f. 1856 3. Guðmundur f. 1865.

Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada. Þaðan lá leið þeirra til Milwaukee í Wisconsin þar sem þau bjuggu um hríð. Fóru þaðan til Elk Rapids í Michigan þar sem þau bjuggu einhver ár. Leið þeirra lá næst vestur til Minnesota þar sem þau dvöldu stutt því þau námu land í Akrabyggð í N. Dakota árið 1882. Bjuggu þar í mörg ár en enduðu lífshlaup í Mouse River byggð.