ID: 4015
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Dalasýslu
Dánarár : 1919

Halldór Þorgilsson og synir. Fyrir aftan Tómas og Þorgils. Sitjandi Kristján, Halldór og Friðrik. Mynd Dalamenn
Halldór Þorgilsson fæddist 3. nóvember, 1830 í Dalasýslu. Dáinn í N. Dakota 11. október, 1919.
Maki: 1) Málfríður Tómasdóttir f. 17. október, 1833 í Dalasýslu, d. um 1880. 2) Ólöf Kjartansdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1843, d. 16. október, 1937.
Börn: Með Málfríði 1. Þorgils f. 1858 2. Tómas f. 7. apríl, 1863 3. Kristján f. 1868 4. Guðrún f. 1875. Með Ólöfu 1. Friðrik Theodór.
Halldór flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og nam land í Mikley. Hann nefndi staðinn Kirkjuból og bjó þar til hann flutti í N. Dakota þar sem hann nam land í Thingvallabyggð.
