Egill Halldórsson

ID: 4037
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1939

Egill Halldórsson fæddist 14. nóvember, 1870 í Dalasýslu. Dáinn 12. apríl, 1939. Reykjalín vestra.

Maki: Kristín Freysteinsdóttir f. í Gullbringusýslu árið 1872.

Börn: 1. Rósa (Rose) 2. Pansy 3. Halldór 4. Russel 5. William 6. Freysteinn.

Egill fór vestur árið 1876 til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Halldóri Friðrikssyni og Sigurrósu Halldórsdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi fyrstu árin en fluttu svo suður til Mountain í N. Dakota árið 1880. Þar ólst Egill upp, nam svo land í Sherwood í N. Dakota og bjó þar alla tíð. Kristín var dóttir Freysteins Jónssonar og Kristínar Eyjólfsdóttur í Gullbringusýslu. Hún fór vestur árið 1886 til N. Dakota.