Guðlaugur Magnússon

ID: 4261
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1917

Guðlaugur Magnússon Mynd Almanak 1916

Guðlaugur Magnússon fæddist 21. nóvember, 1848 í Dalasýslu. Dáinn í Nýja Íslandi 25. desember, 1917.

Maki: 12. apríl, 1898 Henrietta Vilhelmína Clausen f. 1860 í Gullbringusýslu.

Börn: Henrietta átti tvo syni frá fyrra hjónabandi: 1. Marteinn Friðrik 2. Karl Victor.

Guðlaugur flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og var í Kinmount fyrsta árið. Flutti vestur til Nýja Íslands og nam land í Árnesbyggð. Þar hét Dögurðarnes en pósthúsið sem Guðlaugur opnaði í bæ sínum var stytt og kallað Nes. Henrietta flutti vestur frá Ísafirði árið 1888.