Guðmundur Ingimundarson

ID: 4286
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1959

Guðmundur Ingimundarson fæddist í Dalasýslu 9. júlí, 1879. Dáinn í Winnipeg árið 1959. Goodman vestra.

Maki: 5. mars, 1914 Hólmfríður Guðjónsdóttir f. 20. apríl, 1893 í Skagafjarðarsýslu, d. í Winnipeg árið 1959.

Börn: 1. Sólmundur f. 1915 2. Sólborg Helga f. 7. apríl, 1917 3. Friðhólm Gísli f. 2. janúar, 1918 4. Eyþór Árni Marino f. 27. janúar, 1920 5. Ánmundur Rafn f. 24. nóvember, 1924 6. Herdís Fjóla f. 23. september, 1926 7. Alfiva Alda f. 9. mars, 1929 8. Guðrún Gladys f. 15. október, 1931 9. Hafsteinn Alvin f. 11. mars, 1933.

Guðmundur fór vestur árið 1888 með foreldrum sínum, Ingimundi Guðmundssyni og Sólborgu Guðmundsdóttur og systkinum. Þau settust að í Grunnavatnsbyggð. Hólmfríður fór vestur um aldamótin og var með foreldrum sínum, Guðjóni Jóhannssyni og Sigríði Sigurðardóttur í Svold í N. Dakota og fór svo með móður sinni og bræðrum í Fljótsbyggð um 1913. Hún og Guðmundur hófu búskap í Marklandi í Grunnavatnsbyggð en 1916 fóru þau í Fljótsbyggð þar sem þau voru til ársins 1921, settust þá að í Oak Point.