ID: 4345
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1918

Lárus Bjarnason

Lárus Bjarnason fæddist í Dalasýslu 26. desember 1848. Dáinn 17. júní, 1918 í Nebraska.
Maki: Bandarísk kona
Barn: María.
Lárus fór vestur um haf með bróður sínum Torfa árið 1873. Voru þeir fyrst í Wisconsin en héldu vestur á bóginn og settust að suður af Lincoln í Nebraska. Þar keypti Torfi land en Lárus vann hjá bændum. Um haustið sneri Torfi aftur til Íslands en Lárus vann áfram hjá bændum til ársins 1879, þá keypti hann sér land skammt frá þorpinu Firth og bjó þar.

Sumarið 2018 fór ég, Jónas Þór, ásamt vinum vestra á slóðir bræðranna frá Ólafsdal, þeirra Aðalbjarts, Lárusar og Torfa í Nebraska og þá boru þessar litmyndir teknar.

