Snorri Jónsson

ID: 10158
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : N.Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1919

Kristjana og Snorri með börn sín. Frá vinstri Erlendur, Snæbjörn, Unnur og Njáll Mynd IRS p. 596

Snorri Jónsson fæddist 14. desember árið 1856 í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn 27. mars, 1919 í Riverton. Johnson vestra.

Maki: 1881 Kristjana Sigurðardóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 22. febrúar 1860, d. í Winnipeg 21. október, 1899.

Börn: 1. Snæbjörn f. í N. Þingeyjarsýslu 29. júlí, 1882 2. Unnur f. 26. nóvember, 1883 3. Njáll Kristján f. í Fljótsbyggð 12. ágúst, 1886 4. Erlendur f. 1888.

Fluttu vestur árið 1883 og hófu búskap í Riverton. Árið 1886 tóku þau land í Ísafoldarbyggð. Snorri tók land í Víðir-og Sandhæðabyggð árið 1902. Flutti þaðan til Riverton árið 1914. Helga Jónsdóttir úr Skagafirði, gift Jóni Jónssyni, umboðsmanns Kanada á Íslandi kom til Snorra með þrjú börn þeirra og gerðist bústýra. Fylgdi honum seinna til Riverton. Maður hennar opnaði verslun á Sauðárkrók þar sem hann lést 1915.