Gróa H Jónatansdóttir

ID: 5849
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1924

Gróa Helga Jónatansdóttir: Fædd í Húnavatnssýslu árið 1857. Dáin 25. apríl, 1924.

Maki: Arthur Hibbert. Frá Manchester í Englandi.

Börn: 1. James Júlíus Jónatan f. 21. október, 1905 2. Henry Líndal f. 1907 3. Oliver Harold f. 1909 4. Gústaf Stefán f. 1910, d. 1917 5. Ingibjörg (Emma) Helga f. 1913 6. Gústaf Arthur f. 1921 7. Thorsteinn Alfred f. 1924.

Gróa fór vestur árið 1887. Settist að í Morden og bjó þar. Arthur tók land í Víðir- og Sandhæðabyggð og var pósthús sett á land hans sem kallað var Sylvan. Byggðin þar um kring var oft einfaldlega kölluð Sylvan en segja má að hún og Sandhæðabyggð séu ein og sama byggðin.