Ólafur Ólafsson

ID: 6358
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1906

Jóel Friðfinnsson fann þessa mynd nýlega (desember, 2019) á heimili sínu nærri Arborg í Manitoba. Nelson Gerrard í Fljótsbyggð telur sennilegast að þetta séu hjónin Ólafur Ólafsson og kona hans Ragnheiður Bjarnadóttir. Birt með leyfi Jóels.

Ólafur Ólafsson : Fæddur í Húnavatnssýslu 26. október 1853. Dáinn 1906 í Manitoba. Skrifaður Johnson vestra.

Maki: 1896 Ragnheiður Bjarnadóttir f. 1871. Dáin 26. október, 1937

Börn: 1. Sigurlaug Soffía (Sella) f. 20. júní, 1897 2. Hólmfríður f. 6. janúar, 1899 3. Guðrún f. 1900 4. Kjartan Sveinn f. 25.júní, 1902 5. Bjarni f. 31.maí, 1903 6. Óli Ragnar 31.janúar, 1906 7. Magnea Sigurey f. 9.maí, 1907

Fluttu vestur 1900 og fóru fyrst til Pembina í Norður Dakota. Fluttu fljótlega þaðan til Nýja Íslands og tóku land vestarlega í Framnes – og Árdalsbyggð. Þar lést Ólafur eftir fáein ár. Ragnheiður seldi mestan hluta landsins járnbrautarfélaginu C.P.R. og átti eftir það auðveldara með að ala upp stóran barnahóp.